UPPLÝSINGAR UM KEPPNINA

Hér að neðan má finna nytsamlegar upplýsingar um keppnina, reglur hennar og skráningargjöld.

UPPLÝSINGAR UM KEPPNINA

Hér að neðan má finna nytsamlegar upplýsingar um keppnina, reglur hennar og skráningargjöld.

SKRÁNING

Skráning fer fram að öllu leyti hér á vefnum. Ekki er tekið við skráningu með öðrum hætti. Mjög mikilvægt er að gefa upp rétt netfang. Ganga þarf frá greiðslu við skráningu. Hægt er að fá endurgreitt til 31. maí ef keppandi þarf að hætta við.

KEPPNISGJALD OG INNIFALIÐ

Gjaldið er 10.900,- krónur. Boðið verður upp á kjötsúpu og ávexti og annað góðgæti í tjaldi við endamarkið. Aðgangur að Bláa Lóninu eftir keppni er innifalinn.

VERÐLAUNAAFHENDING

Verðlaunaafhending fyrir 1.- 3.sæti í öllum flokkum karla og kvenna fer fram á staðnum. Verðlaun verða veitt eftir því sem úrslit verða ljós.

AFHENDING KEPPNISGAGNA

Afhending gagna fer fram í Reiðhjólaversluninni Erninum föstudaginn 9. júní kl. 15-18.

Einnig í íþróttamiðstöð Hauka á laugardeginum frá klukkan 16:00

RÆSING

60 km keppnin er samhjól frá Ásvallalaug að hesthúsunum í Setbergi þar sem ræsing fer fram og tímataka hefst.

30 km keppnin er ræst frá Krísuvíkurkirkju.

Nánar um ræsingu í keppnishandbók. Tekið verður tillit til frammistöðu í hjólreiðakeppnum við niðurröðun á ráslínu.

DRYKKJARSTÖÐVAR

Í keppninni er drykkjarstöð við gatnamót Djúpavatns- og Ísólfskálavegar eftir um 37 km leið. Að auki er boðið upp á drykki og næringu við endamark.

Forgangur í ræsingu

Tekið verður tillit til frammistöðu í hjólreiðakeppnum við niðurröðun á ráslínu.

Keppnisflokkar

Hægt er að taka þátt í Blue Lagoon Challenge í einstaklingskeppni, liðakeppni eða firmakeppni.
Aldurstakmark í þrautina er 16 ár.

EINSTAKLINGSKEPPNI

Einstaklingskeppni skiptist í karla- og kvennaflokk. Allir þátttakendur fá skráðan tíma eftir keppni, sem verður flokkaður skv. eftirfarandi aldursflokkum:

  • 16-18 ára
  • 19-29 ára
  • 30-39 ára
  • 40-49 ára
  • 50-59 ára
  • 60 ára og eldri

LIÐAKEPPNI

3-5 keppendur eru í hverju liði, 3 bestu tímar gilda. Hver keppandi getur einungis verið í einu liði. Að minnsta kosti þrír keppendur í liði þurfa að klára keppnina til að liðið fái skráðan tíma.

Hvers kyns samsetning á liðum er leyfileg (aldur, kyn, fjölskyldur, fyrirtæki o.s.frv.)

FIRMAKEPPNI

3-5 keppendur eru í hverju liði, 3 bestu tímar gilda. Hver keppandi getur einungis verið í einu liði. Hugmyndin er að starfsmenn fyrirtækis taki sig saman og keppi sem lið.

Hver keppandi getur einungis verið í einu liði í firmakeppni. Engin aukakostnaður er við liðaskráningu í firmakeppni, en við hvetjum fyrirtæki til að styrkja sína starfsmenn til þátttöku í keppninni.

Reglur

Almennar reglur Alþjóða Hjólreiðasambandsins (UCI) um fjallahjólamót (XC-marathon) eru hafðar til viðmiðunar við dómgæslu. Þátttakendur sem ekki fara eftir neðangreindum reglum eiga á hættu að verða vísað úr keppni. Reglurnar eru fyrst og fremst hugsaðar til að tryggja öryggi keppenda.

  • Greiða þarf keppnisgjöld til að taka þátt í Blue Lagoon Challenge ár hvert.
  • Keppendur eru á eigin ábyrgð í keppninni.
  • Keppendum ber að kynna sér brautarlýsingu, skilmála og reglur mótsins.
  • Hjóla skal alla leiðina á sama hjóli og lagt er af stað á. Ekki er leyfilegt að skipta um hjól, þó er leyfilegt að skipta um allan búnað á hjólinu, þ.e. gjarðir, dekk, gírbúnað, bremsur, stýri, gaffal, svo lengi sem hjólað sé á upphaflegu stelli (ramma), ef um bilun er að ræða.
  • Utanaðkomandi aðstoð er ekki leyfð.
  • Fylgdarbílar aðrir en frá mótshaldara eru ekki leyfðir.
  • Allir keppendur skulu hjóla með reiðhjólahjálm á meðan á keppni stendur.
  • Liggistýri, letingjar, TT-bars eða annar sambærilegur búnaður er bannaður. Venjulegir stuttir stýrisendar (festir á enda fjallahjólastýris) eru leyfðir.
  • Öll venjuleg reiðhjól eru leyfileg í keppninni, en gæta skal að búnaður á því, t.d. standari, bögglaberi, bretti o.s.frv, sé vel festur, og af búnaðinum stafi ekki hætta fyrir aðra keppendur.
  • Hjólið skal drifið af mannafli, en ekki raforku, eða öðrum hreyflum.
  • Númer skal vera á fest á stýri framan á hjólinu og vera vel sýnileg.
  • Tímatökuflagan er aftan á rásnúmeri. Skila þarf rásnúmeri og flögu í endamarki.
  • Keppnin fer fram á opnum vegum, og ber keppendum að virða umferðarreglur öllum stundum, t.d. þegar bílum er mætt, eða þegar hjólað er út á akbraut.
  • Óheimilt er með öllu að kasta frá sér rusli á leiðinni, þ.m.t. drykkjarílát, umbúðum utan af orkugeli eða orkubitum.
  • Ef keppandi stoppar vegna viðgerðar eða hættir þátttöku í móti ber honum að víkja til hliðar úr brautinni.
  • Þurfi keppandi að fara af hjóli og reiða það í keppnisbraut ber honum að víkja til hliðar úr brautinni.
  • Ef slys verður á braut ber keppendum að stöðva og aðstoða eins og almennar umferðareglur kveða á um.
  • Með því að ræsa af stað í keppninni samþykkir keppandi að myndir sem teknar eru af honum séu birtar á almennum vettvangi.
  • Með því að ræsa af stað í keppninni staðfestir keppandi að hann hafi lesið skilmálana og samþykkir þá.

Almennir skilmálar

Allir keppendur eru á eigin vegum og engin ábyrgð er tekin á hjólum eða öðrum búnaði.

0