Stjórn BlueLagoon Challenge (Hjólreiðafélags Reykjavíkur) er þessa dagana í miklum hugleiðingum um hvernig og hvort halda megi Bláa Lóns þrautina í júní næstkomandi. Við erum að sjálfsögðu svakalega spennt fyrir því að taka á móti ykkur og sjá ykkur hjóla þessa einstöku leið brosandi og full af eldmóð.
Við munum setja inn tilkynningu hér á síðunni og Facebook þegar við vitum eitthvað um hvernig þetta fer hjá okkur. Við munum ekki hefja skráningu fyrr en öruggt er að við getum haldið mótið.
Bláa Lóns Áskorunin er stærsta fjallahjólakeppni ársins á Íslandi. Það er áskorun en ekki síður afrek, að ljúka hinni 60 kílómetra leið, frá Völlunum í Hafnarfirði og að Svartsengi í Grindavík.