Blue Lagoon Challenge 11. júní 2022

STÆRSTA FJALLAHJÓLA­KEPPNI ÍSLANDS

11.júní 2022

Áskorunin

Bláalónsþrautin verður haldin þann 11. júní 2022 og hefst skráning þann 02. apríl. Að þessu sinni verður einnig boðið upp á hálfa þraut 30 km og rafhjólaflokka 60 km og 30 km. Ræst verður frá Ásvallalaug kl. 18:00 laugardaginn 11. júní. Hálf þraut verður ræst frá Krísuvíkurkirkju. Þátttökugjaldið er það sama fyrir heila og hálfa þraut 10.900 kr. og 1.000 kr. aukalega ef fólk vill fá far með rútu frá Bláa lóni í Hafnarfjörð. Innifalið í þátttökugjaldinu er eftirfarandi :

Skráning í Bláalónsþrautina.

Veitingar við endamark.

Þvottur á hjóli við endamark.

Aðgangur í Bláa lónið eftir keppni.

Akstur á töskum frá Hafnarfirði að Bláa lóni.

Akstur á hjólum frá Bláa lóni til Hafnarfjarðar.

Keppnin hefur verið stærsta fjallahjólakeppni á Íslandi í fjölda ára, þúsundir hafa klárað hina erfiðu leið frá Hafnarfirði til Grindavíkur um Dúpavatnsleið. Það er afrek ekki síður en áskorun að klára þessa leið á fjallahjóli. Takmarkaður fjöldi miða er í boði,

Að venju býður Bláa lónið upp á bað og veitingar eftir keppni.

Dohop
Örninn

Myndir

0