60 kílómetrar og 30 kílómetrar

Hjóluð er 60 kílómetra leið, frá Ásvöllum í Hafnarfirði að Bláa Lóninu í Svartsengi.

Hjóluð er 30 kílómetra leið, frá Krísuvíkurkirkju að Bláa Lóninu í Svartsengi.

60 kílómetrar

Hjóluð er 60 kílómetra leið, frá Ásvöllum í Hafnarfirði að Bláa Lóninu í Svartsengi.

Nánari upplýsingar um 60 kílómetra leiðina

Mæting er við Ásvallalaug. Þaðan hjóla keppendur fylktu liði tæplega 3 kílómetra leið úr bænum, í fylgd lögreglu, að rásmarkinu.

Rásmarkið er á Kaldárselsvegi til austurs. Þaðan er beygt inn á Hvarleyrarvatnsveg, malarveg sem síðar er malbikaður þegar komið er fram hjá Hvaleyrarvatni. Þá er tekin tekin vinstri beygja á Krísuvíkurveg til suðurs, og er hann malbikaður. Beygt er af Krísuvíkurvegi inn á Djúpavatnsleið til suð-vesturs.

Djúpavatnsleið er annars vegar grófur malarvegur og hins vegar moldarslóðar og laus sandur. Ef blautt er í veðri getur myndast þar talsvert drullusvað. Nokkrar brekkur eru á þessum hluta leiðarinnar. Við endann á Djúpavatnsleið er drykkjarstöð.

Þegar komið er niður af Djúpavatnsleið er hjólað niður á gamla Suðurstrandaveginn, en það er malarvegur sem getur verið mjög erfiður yfirferðar. Þessum veg hefur verið lokað fyrir bílaumferð og hafa hestamenn hann nú til afnota. Af honum er svo farið inn á nýja Suðurstrandarvegi, en hann er malbikaður. Honum er fylgt til vesturs inn að Grindavík. Í Grindavík er beygt til norðurs inn á Víkurveg, en farið er til vesturs af Víkurvegi til móts við fjallið Þorbjörn og fylgt malarslóða kringum fjallið, eða þar til komið er inn á Norðurljósaveg, sem er malbikaður. Það er síðasti hluti leiðarinnar og er endamarkið við bílastæði Bláa Lónsins.

Nánari upplýsingar um 30 kílómetra leiðina

Ræst verður frá Krísuvíkurkirkju og þaðan hjólað sem leið liggur á gamla Suðurstrandaveginum, en það er malarvegur sem getur verið mjög erfiður yfirferðar. Þessum veg hefur verið lokað fyrir bílaumferð og hafa hestamenn hann nú til afnota. Af honum er svo farið inn á nýja Suðurstrandarvegi, en hann er malbikaður.

Honum er fylgt til vesturs inn að Grindavík. Í Grindavík er beygt til norðurs inn á Víkurveg, en farið er til vesturs af Víkurvegi til móts við fjallið Þorbjörn og fylgt malarslóða kringum fjallið, eða þar til komið er inn á Norðurljósaveg, sem er malbikaður. Það er síðasti hluti leiðarinnar og er endamarkið við bílastæði Bláa Lónsins.

Profile

ÞVERSKURÐUR

Um 230 metra hæðarmismunur á hæsta og lægsta punkti á leiðinni. Heildarhækkun á leiðinni er um 600m.

Stærsti hluti hækkuninnar er í aflíðandi kafla á Krísuvíkurvegi, en þegar honum lýkur tekur við brattari brekka við upphaf Djúpavatnsleiðar, og svo er önnur nokkuð góð hækkun í Ísólfsskálabrekkunni.

0