Vegna nýrra tilmæla íslenskra stjórnvalda um takmörkun fjöldasamkoma vegna COVID-19 hefur sú ákvörðun verið tekin að aflýsa Blue Lagoon Challenge.
Blue Lagoon Challenge er mikilvægasta fjáröflun HFR til að geta stutt við öflugt barna- og unglingastarf og því mikið högg fyrir okkur að aflýsa mótinu. Heilsa og öryggi aðstandenda mótsins og keppenda er okkur þó efst í huga.
Á komandi dögum munum við senda öllum keppendum tölvupóst varðandi ráðstöfunarmöguleika á skráningargjaldi.
Kær kveðja,
Stjórn HFR og BLáa Lónið